Auglýsing

Baltasar lætur stofnanda Deildu heyra það: „Hans skuldadagar munu koma“

Baltasar Kormákur lét aðstandanda skráarskiptasíðunnar Deildu heyra það í Eyjunni á Stöð 2 í gær. Hann sagði að síðan væri andstyggilegt fyrirbæri. Horfðu á viðtalið hér fyrir neðan.

„Það er andstyggilegt fyrirbæri og sá maður sem stendur fyrir því er „scum of the earth“ fyrir mér,“ sagði hann ómyrkur í máli.

Hann stal frá mér Djúpinu. Þetta er svo lágt því viðkomandi er að selja auglýsingar á þetta. Hann hefur tekjur af þessu og þykist vera að gera þetta í skjóli einhvers frelsis, sem er ekki. Menn vita hver þessi náungi er og hans skuldadagar munu koma.

Baltasar sagði þetta sérstaklega andstyggilegt gagnvart kollegum sínum sem berjast í bökkum.

„Það eru rosalega takmarkaðar tekjur af íslenskum kvikmyndum. Svo kemur einhver „low-life“ karakter og stelur þessu og setur inn á netið,“ sagði hann. „

Til að fólk geti horft á íslenskar bíómyndir ókeypis. Þú getur horft á þær ókeypis á RÚV ef þú bíður í smá stund. Maður biðlar til íslensku þjóðarinnar að láta þetta í friði.“

Horfðu á viðtalið við Baltasar hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing