Auglýsing

Banaslys á Reykjanesbraut

Karlmaður lést í árekstri jepplings og fólksbíls á Reykjanesbraut til móts við Vallahverfið í Hafnarfirði í morgun. Hinn látni var farþegi í öðrum bílnum en báðir ökumennirnir voru sömuleiðis fluttir á slysadeild. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Ökumennirnir eru ekki taldir alvarlega slasaðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing