Auglýsing

Bandarísk kona óskaði eftir hjálp við að finna gamlan bekkjarfélaga, hann er fundinn en kannast ekki við konuna

Vísir.is sagði í morgun frá bandarískri konu sem er stödd hér á landi meðal annars til að finna gamlan skólafélaga sem heitir Helgi. Konan var með Helga í bekk þegar þau voru átta ára árið 1961 en hún hefur ekki séð hann síðan. Hún hafði gamla mynd af Helga með í för. Hann er nú fundinn og segist í samtali við Nútímann ekki muna neitt eftir konunni.

Í frétt Vísis segist að konan, sem heitir Cherie Lockett, muna vel eftir Helga en þau hafi gengið í Northside-grunnskólann í Ann Arbor í Michigan. Hún segist í viðtalinu óska þess að hitta gamla vin sinn meðan á dvöl hennar stendur. Cherie kom til landsins í fyrradag og dvelur hér á landi í nokkra daga.

Cherie fór fögrum orðum um gamla vin sinn. „Helgi var algjört uppáhald, bjartur yfirlitum, vinalegur og forvitinn. Hann hafði fallegt bros og rautt hár sem greindi hann frá öðrum,“ sagði hún meðal annars.

Eftir ábendingar í kommentakerfum hafði Nútíminn uppi á Helga sem man ekki eftir konunni. „Ég man ekkert eftir þessari konu og hef því ekkert um hana að segja,“ segir Helgi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing