Veruleg líkindi eru með sketsinum sem grínistinn Björn Bragi birti nýlega um veðrið á Íslandi og skets sem birtur er á erlendri Facebook-síðu, svo mikil að líklegt verður að teljast að hermt hafi verið eftir Birni. Björn deildi sínum skets 28. mars en hinn sketsinn var birtur 12. apríl.
Sjá einnig: Sagan á bak við sketsinn hans Björns Braga um veðrið: Rúmlega milljón áhorf á minna en viku
Ertu búin/n að gleyma sketsinum eða misstir þú af honum? Rifjaðu hann upp hér fyrir neðan.
Þegar þetta er skrifað er skets Björns kominn með 2,3 milljón áhorf og hafa tæplega 20 þúsund manns deilt honum. Landsmenn tengdu vel við grínið enda vitum við öll hversu fljótt veðrið breytist á Íslandi. Sketsinn var líka fljótur að fara á flug erlendis og tengdu margir Englendingar, Finnar, Pólverjar og Eistar við veðrabreytingarnar.
Bandaríski sketsinn hefst á því að úti er sumar og sól. Maður dúðaður í úlpu og húfu stekkur inn í húsið sitt og skiptir yfir í sumarlegri föt. Þegar hann stekkur út aftur er snjór yfir öllu. Eiginlega alveg eins og hjá Birni. Sjáðu sketsinn hér fyrir neðan.
Björn segist þó ekki taka meintan þjófað á hugmyndinni nærri sér.
„Netið er svolítið þannig að sumir eru mjög grimmir í að stela gríni frá öðrum. Auðvitað geta menn fengið líkar hugmyndir, en þetta er kannski full líkt. En ég missi ekki svefn yfir þessu,“ segir Björn í samtali við Nútíminn.