Auglýsing

Bankastarfsfólk fær 765 milljónir í bónusa

Arion banki greiddi um hundrað lykilstarfsmönnum 494 milljónir króna í kaupauka á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans. Íslandsbanka gjaldfærði 271 milljón króna vegna greiðslu kaupauka til starfsmanna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi. Þetta kemur fram á vef Kjarnans.

Kaupaukarnir hafa hækkað umtalsvert en árið 2012 voru slíkar greiðslur Arion banka 78 milljónir og Íslandsbanka 68 milljónir, samkvæmt frétt Kjarnans. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsin getur kaupauki numið að hámarki 25 prósentum af heildarlaunum starfsmanns. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem veitir fjármálafyrirtækjum heimild til að hækka hlutfall kaupauka af launum upp í 100 prósent

Hjá Landsbankanum er ekkert kaupaukakerfi en Kjarninn segir:

Ríkisbankinn verðlaunaði starfsmenn sína á síðasta ári með því að gefa þeim tæplega eitt prósent í bankanum í formi kaupauka. Gjörningurinn var liður í samkomulagi frá árinu 2009, um fjárhagsuppgjör milli gamla og nýja Landsbankans. Skattalegt verðmæti hlutabréfanna nam 4,7 milljörðum króna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing