Árshátíð Stjórnarráðsins, sem átti að fara fram laugardaginn 6. október næstkomandi, hefur verið fresta þangað til í vor. Ástæðan er sú að á umræddum degi eru tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland í eftirminnilegu sjónvarpsávarpi, sem markaði upphaf bankahrunsins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Í Fréttablaðinu kemur fram að starfsmannafélag mennta- og menningarmálaráðuneytisins sjái um skipulagningu á árshátíðinni að þessu sinni.
Þegar búið var að ákveða að halda árshátíðina 6. október eiga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, báðar að hafa mótmælt dagsetningunni og hreinlega bannað að árshátíðin yrði haldin umrætt kvöld.
Henni var því frestað fram á vor, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.