Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, setti inn ansi áhrifamikið tíst um helgina sem nú er orðið það vinsælasta í sögu Twitter. Ekkert annað tíst hefur fengið eins mörg like og tíst Obama frá stofnum Twitter. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir 3 milljónir Twitter notenda líkað við tístið.
"No one is born hating another person because of the color of his skin or his background or his religion…" pic.twitter.com/InZ58zkoAm
— Barack Obama (@BarackObama) August 13, 2017
Í tístinu sem sjá má hér að ofan vitnar forstinn fyrverandi í orð Nelson Mandela og segir að enginn hafi fæðst með hatur í hjarta sínu vegna hörundslitar, bakgrunns eða trúar annarrar manneskju.