Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir nýttu tækifærið og vöktu athygli á ofbeldi gegn transkonum í Bandaríkjunum og ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó þegar þau mættu sem gestir í 4. júlí veislu bandaríska sendiráðsins á Hilton í gær. Þetta kemur fram á Vísi.
Óskar Steinn segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki getað hugsað sér að mæta í slíka veislu án þess að reyna að vekja athygli á ástandinu og að Inga Björk hafi verið til í að koma með honum. Þau hafi ákveðið að nýta tækifærið og vekja fólk til umhugsunar.
Óskar segir síðan í færslu á Facebook síðu sinni frá viðburðinum en þar kemur fram að það hafi ekki tekið starfsmann sendiráðsins langan tíma að biðja þau um að yfirgefa veisluna.