Auglýsing

Beitti fyrrverandi, núverandi og aðstoðarslökkviliðsstjóra ofbeldi

Karlmaður á fertugsaldri hlaut tíu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir ítrekuð ofbeldisbrot í garð tveggja kvenna auk þess sem hann var dæmdur fyrir að veitast að aðstoðarslökkviliðsstjóra þegar viðbragsaðilar voru kallaðir út að heimili mannsins.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands í byrjun mánaðarins en um er að ræða líkamlegt ofbeldi, húsbrot og hótanir.

RÚV greinir frá.

Ofbeldisbrot mannsins hófust árið 2022 en þá beitti hann þáverandi kærustu sína líkamlegu ofbeldi og ólögmætri nauðung samkvæmt dómnum. Þá var hann dæmdur fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi og var það gagnvart núverandi sambýliskonu mannsins sem hann er sagður hafa beitt líkamlegu ofbeldi og fyrir að hafa brotist inn á heimili hennar.

Kastaði eldhússtól í konuna

Samkvæmt dómnum beitti maðurinn sambýliskonu sína líkamlegu ofbeldi á heimili föðurs hans. Þá er hann sagður hafa veist að henni og meðal annars skellt útidyrahurð á heimilinu á hana með þeim afleiðingum að konan klemmdist milli stafs og hurðar. Þá réðst maðurinn aftur inn á heimili konunnar síðar sama dag en hann sparkaði upp útidyrahurðinni. Þar innandyra sótti hann sér svo eldhússtól sem hann kastaði í konuna.

Nokkrum dögum síðar veittist hann aftur að henni með ofbeldi þar sem hann tók hana meðal annars hálstaki og hélt fyrir andlit hennar.

Þá segir í dómnum að í eitt þeirra skipta sem viðbragðsaðilar voru kallaðir á vettvang vegna ofbeldishegðunar mannsins veittist hann að aðstoðarslökkviliðsstjóra sem var á staðnum ásamt sjúkraflutningamönnum. Síðan hafði hinn seki í hótunum við manninn og fjölskyldu hans.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing