Bandaríski leikarinn Ben Stiller er aðdáandi sjónvarpsþáttanna Ófærð ef marka má færslu hans á Twitter í gærkvöldi. Önnur sería af Ófærð hófst á RÚV í gær og Stiller lýsti yfir aðdáun sinni á þáttunum og Ólafi Darra með tísti.
„Elska þessa þætti og Ólaf Darra,“ skrifaði hann og vitnaði í tíst frá The Killing Times sem óskaði Íslendingum til hamingju með Ófærð.
Sjá einnig: Ben Stiller talar fallega um Ólaf Darra: „Þessi gaur er magnaður leikari“
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ben Stiller hrósar Ólafi á Twitter en árið 2016 hrósaði hann honum fyrir hlutverk sitt í bresku þáttaröðinni The Missing og sagði að hann væri magnaður leikari.
Ben Stiller kom hingað til lands sumarið 2012 til að leikstýra og leika í kvikmyndinni Secret Life of Walter Mitty. Ólafur Darri lék í myndinni og urðu þeir góðir vinir.
Sjá einnig: Twitter fylgdist með frumsýningu á Ófærð 2: „Eins og langur þáttur af bílastæðaavörðunum“
Love this show and @OlafurDarri. https://t.co/6UAYi3yNXO
— Ben Stiller (@RedHourBen) December 26, 2018
„Sömuleiðis. Gleðilega hátíð bróðir,“ skrifaði Ólafur Darri í svari við tísti Ben Stiller.
Right back at ya @RedHourBen Happy holidays brother! https://t.co/x1H24VTixr
— Olafur Darri (@OlafurDarri) December 26, 2018