Auglýsing

Ben Stiller greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli

Leikarinn Ben Stiller greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir tveimur árum. Hann greindi frá þessu á dögunum í viðtali við útvarpsmanninn Howard Stern. Þetta kemur fram á vef Us Weekly.

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein hjá íslenskum körlum. Stiller segir að læknum hafi tekist að meðhöndla meinið.

Ben Stiller segir ástæðuna fyrir því að hann sé að greina frá þessu fyrst núna sé að hann vilji vekja athygli þeim aðferðinni sem var notuð til að greina krabbameinið og bjargaði lífi hans.

Mælingar á mótefnavaka eða PSA (e. prostate specific antigen) í blóði karlmanna hefur auðveldað læknum að greina hvort krabbameinsmyndun í blöðruhálskirtli sé til staðar.

„Ég fer bara á sex mánaða fresti í PSA prófið til þess að ganga úr skugga um að ekkert krabbamein sé að finna,“ sagði Ben Stiller að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing