Bandaríska leikaranum Ben Stiller þykir mikið til Ólafs Darra koma, ef marka má færslu sem hann birti á Twitter rétt í þessu. Stiller vísaði í færslu um hlutverk Ólafs Darra í bresku þáttaröðinni The Missing. „Þessi gaur er magnaður leikari,“ segir Stiller um okkar mann.
This guy is an amazing actor. https://t.co/ADiMapb2X4
— Ben Stiller (@RedHourBen) October 19, 2016
Ólafur Darri fer með hlutverk blaðamannsins Stefans Anderssen í The Missing sem eru sýndir á BBC í Bretlandi. Persóna Ólafs er fengin til að aðstoða við að rannsaka dularfullt mál. Fyrsta þáttaröðin sló í gegn árið 2014 og fékk frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og áhorfendum.
Sjá einnig: Ólafur Darri í sjóðandi heitri hópkynlífssenu í Zoolander 2, sjáðu myndbandið
Ben Stiller kom hingað til lands sumarið 2012 til að leikstýra og leika í kvikmyndinni Secret Life of Walter Mitty. Ólafur Darri lék í myndinni og urðu þeir góðir vinir.
„Það er gaman að fá að vinna aftur með Ben. Einhverra hluta vegna þá bauð hann mér þetta,“ sagði Ólafur í samtali við Nútímann um Stiller þegar hann fékk lítið hlutverk í grínmyndinni Zoolander 2.