Fjölmiðlakonan Berglind Festival fór á stúfana í Vikunni með Gísla Marteini á Rúv í gærkvöldi til að kortleggja Mathallaræðið sem gripið hefur þjóðina. Niðurstöðurnar voru ansi merkilegar en í ljós kom að það var Kringlan sem ruddi brautina. Sjá má innslagið að neðan
Mathallir hafa verið gífurlega vinsælar á höfuðborgarsvæðinu síðan sú „fyrsta“ opnaði á Hlemmi fyrir rúmu ári síðan. Önnur mathöll opnaði á Granda fyrr á þessu ári. Þá stendur til að opna mathallir í Kringlunni og á Höfða.
„Margir telja íslenskar mathallir eiga rætur sínar að rekja til miðborgarinnar en það er þjóðsaga. Þetta byrjaði nefnilega allt hér, á Kvikk í Kringlunni,“ sagði Berglind.
Berglind fann sannleikann
Hverjum krók og kima höfuðborgarinnar virðist hafa verið breytt í Mathöll. Berglind rannsakaði málið og heimsótti þessar hallir.
Posted by RÚV on Föstudagur, 12. október 2018