Þættirnir Fullveldis Festival, í umsjón Berglindar Festival, hafa slegið í gegn í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV. Í nýjasta þættinum sem var frumsýndur í gærkvöldi fór hún yfir árin 1978-1998 og ræddi meðal annars Þorskastríðið, Eurovision og afléttingu bjórbannsins á Íslandi.
„Árið 1986 hófst sá skemmtilegi siður meðal Íslendinga að vara alltaf rosalega hissa á því hversu illa gekk í Eurovision,“ segir Berglind.
Þá ræddi hún endalok bjórbannsins við Stefán Pálsson, sagnfræðing, og spurði meðal annars hvort að fólk hafi hatað það að hafa gaman.