Lili Hinstin listræn stjórnandi kvikmyndahátíðar í Locarno, tilkynnti á blaðamannafundi í Locarno Sviss í morgun að Íslenska kvikmyndin BERGMÁL eftir Rúnar Rúnarsson hefur hlotnast sá heiður að vera valinn í Aðalkeppni kvikmyndahátíðar í Locarno, sem fer fram í ágúst næstkomandi. Bergmál mun keppa þar um Gyllta Hlébarðann, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veit eru á hverju ári,
Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla.
Þátttaka á A-lista kvikmyndahátíðum eins og Locarno er engin nýlunda fyrir leikstjórann Rúnar.
Síðan “Síðasti Bærinn” var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006 hafa kvikmyndir hans ferðast um helstu hátíðir heimsins, m.a Cannes, Toronto, Sundance, San Sebastian og unnið yfir 130 alþjóðleg kvikmyndaverðlaun.
“Heimsfrumsýning í aðalkeppni kvikmyndahátíðar í Locarno er mikil heiður fyrir okkur öll sem stöndum að myndinni. Bergmál er listrænt djörf en á sama tíma einstaklega falleg og manneskjuleg mynd sem sameinar svo margt. Húmor, sorg og fegurð. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hefur verið gerð önnur eins kvikmynd, hvað þá Jólamynd” segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus.
“Ég er fyrst og fremst stoltur af samverkafólki mínu sem hefur vaðið eld og brennistein til að gera Bergmál mögulega. Kvikmyndaframleiðsla er dýr útgerð og eiga þessar viðurkenningar á okkar störf eftir að reynast okkur vel í fjármögnun á framtíðar verkefnum. Mest hlakka ég til að frumsýna Bergmál fyrir fólkið okkar heima á Íslandi í fyrir Jól” segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri.
Undirbúningur að Bergmáli byrjaði að fullu árið 2018 en þá var verkefnið valið fyrst íslenskra verkefna til að taka þátt í Cannes Atelier, sem er fyrir kvikmyndir í fjármögnun og er partur af aðalhluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.
Síðan þá hefur verið mikill áhugi fyrir myndinni sem nú um ári seinna, hefur ný lokið eftirvinnslu.
Franska fyrirtækið Jour2féte sér um sölu og dreifingu erlendis en Sena sér um dreifingu á Íslandi.
Bergmál fer í almennar sýningar fyrir komandi jól.
Hér má finna nánari upplýsingar um myndina
Leikstjóri/handrit: Rúnar Rúnarsson
Framleiðendur: Live Hide, Lilja Ósk Snorradóttir, Rúnar Rúnarsson
Kvikmyndataka: Sophia Olson
Sviðsmynd: Gus Olafsson
Búningahönnun: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Klipping: Jacob Secher Schulsinger
Hljóðhönnun: Gunnar Óskarsson
Tónlist: Kjartan Sveinsson
Leikaraval: Vigfús Þormar Gunnarsson
Framleiðslufyrirtæki: Nimbus Ísland, Pegasus Pictures
Meðframleiðslufyrirtæki: Jour2Fête, Bord Cadre, MP Productions
https://www.facebook.com/echofilm2019/
https://www.instagram.com/explore/tags/echothefilm/