Auglýsing

Berjast fyrir því að fá Costco til Akureyrar: „Fílinn norður!“

Rúmlega 1.100 manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem berst fyrir því að fá vöruhús Costco til Akureyrar. Norðlensku vefmiðillinn Kaffið greinir frá því að hópurinn hafi verið settur á fót í gær en hann stækkar hratt.

Sjá einnig: Heimsókn í Costco: „Er bara búinn að segja bless við hinar búðirnar“ – sjáðu myndbandið

Mikill hugur er í fólkinu í hópnum. Einn leggur til að hópurinn fari að leita að lóð eða lausu húsnæði fyrir Costco. Annar bendir á að nóg sé af lóðum í Hörgársveit, rétt fyrir utan bæinn. Enn annar bendir á húsnæði sem hýsti áður verslunina Europris og annar bendir á Seiglureitinn svokallaða.

„Fílinn norður!“ segir ein og vísar í risafílinn sem er til sölu í Costco á tæplega 500 þúsund krónur og hefur vakið mikla athygli.

Costco opnaði í Kauptúni í Garðabæ á dögunum og hefur notið gríðarlegra vinsælda. Hávær orðrómur er um að aðstandendur verslunarinnar séu þegar byrjaðir að skoða að opna annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert hefur þó heyrst um áform að opna vöruhús á landsbyggðinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing