Auglýsing

Bernie Sanders reynir aftur við forsetann

Hinn 77 ára gamli Bernie Sanders tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta 2020 í forkosningum demókrata. Þetta er í annað skiptið sem Sanders býður sig fram í slíkum kosningum. Hann bauð sig síðast fram fyrir kosningarnar 2016 sem frambjóðandi demókrata en tapaði þeirri baráttu gegn Hillary Clinton. Sanders, sem er óháður öldungadeildarþingmaður, á nú þegar stóran fylgjendahóp frá síðustu kosningum svo það verður áhugavert að fylgjast með gengi hans.

Fleiri einstaklingar sem hafa tilkynnt framboð sitt til forseta í forkosningum demókrata eru Amy Klobuchar, Andrew Yang, Cory Booker, Elizabeth Warren, John Delaney, Julian Castro, Kamala Harris, Kirsten Gillibrand, Marianne Williamson, Pete Buttigieg og Tulsi Gabbard.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing