Hinn 77 ára gamli Bernie Sanders tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta 2020 í forkosningum demókrata. Þetta er í annað skiptið sem Sanders býður sig fram í slíkum kosningum. Hann bauð sig síðast fram fyrir kosningarnar 2016 sem frambjóðandi demókrata en tapaði þeirri baráttu gegn Hillary Clinton. Sanders, sem er óháður öldungadeildarþingmaður, á nú þegar stóran fylgjendahóp frá síðustu kosningum svo það verður áhugavert að fylgjast með gengi hans.
I'm running for president. I am asking you to join me today as part of an unprecedented and historic grassroots campaign that will begin with at least 1 million people from across the country. Say you're in: https://t.co/KOTx0WZqRf pic.twitter.com/T1TLH0rm26
— Bernie Sanders (@BernieSanders) February 19, 2019
Fleiri einstaklingar sem hafa tilkynnt framboð sitt til forseta í forkosningum demókrata eru Amy Klobuchar, Andrew Yang, Cory Booker, Elizabeth Warren, John Delaney, Julian Castro, Kamala Harris, Kirsten Gillibrand, Marianne Williamson, Pete Buttigieg og Tulsi Gabbard.