Auglýsing

Besta hnefaleikakona sögunnar brjáluð vegna þátttöku tveggja transkvenna í hnefaleikum á ÓL

Claressa Shields er án efa besta hnefaleikakona sögunnar en hún hefur unnið til fleiri verðlauna í íþróttinni en flesta gæti dreymt og er hún meðal annars tvöfaldur Ólympíumeistari í hnefaleikum og margfaldur heimsmeistari í fleiri en einum þyngdarflokki og hefur aldrei beðið ósigur í hringnum.

Shields setti nýlega inn færslu á miðilinn X þar sem hún gagnrýnir harðlega þátttöku transkvenna í hnefaleikum á Ólympíuleikunum.

Shields gengur reyndar skrefinu lengra og segir það hneyksli að karlmenn fái að keppa gegn konum á leikunum og segir að sjálf hefði hún aldrei látið bjóða sér slíkt.

Hún segir það sorglegt að konur sem hafi stefnt að þessu allt sitt líf lendi í að draumum þeirra sé rústað af karlmönnum.

Shields er sjálf þekkt fyrir að æfa að mestu með karlmönnum en hún segir það gera sig að betri bardagamanni.

Tveir trans keppendur í hnefaleikum

Þarna er verið að vísa í keppendurna Lin Yu-Ting frá Kína og Imane Khelif frá Alsír.

Bæði Yu-Ting og Khelif var meinað að keppa á heimsmeistaramóti áhugamanna á seinasta ári af Alþjóða hnefaleikasambandinu (IBA) þegar þær féllu á kynjaprófi og niðurstöður sýndu XY litninga en ekki XX eins og konur þurfa að hafa á því móti.

Sambandið hefur síðan misst vald sitt til að úrskurða um hvaða keppendur fá þátttökurétt á stórmótum og nefnd á vegum Ólympíuleikanna tekin við en sú nefnd úrskurðaði að transkonurnar skyldu fá þátttökurétt á leikunum í ár.

Aðrir keppendur ósáttir

Shields er vissulega ekki sú eina sem er æf yfir þessu en fyrirliði hnefaleikaliðs Ástralíu hefur einnig látið í sér heyra varðandi málið og segir sérstaklega hættulegt fyrir konur að keppa gegn karlmönnum í bardagaíþróttum vegna líkamlegra yfirburða.

Imane Khelif frá Alsír

Lin Yu-Ting frá Kína

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing