Auglýsing

Bibbi flutti Hvar er draumurinn? og varð aðdáandi Sálarinnar: „Maður skyldi naglhalda kjafti“

Snæbjörn Ragnarsson, best þekktur sem Bibbi í Skálmöld, varð aðdáandi Sálarinnar hans Jóns míns eftir að hann tók þátt í að breiða yfir einn af fjölmörgum smellum hljómsveitarinnar. „Þvílíkur ferill og þvílíkt stöff,“ segir Bibbi á Facebook-síðu sinni.

Hljómsveitin Stálin hefur sent frá sér eigin útgáfu af laginu Hvar er draumurinn? eftir Sálina hans Jóns míns. Stálin inniheldur meðlimi úr hljómsveitunum Skálmöld og Dimmu. Hlustaðu á lagið hér fyrir neðan.

Bibbi, Þráinn Árni Baldvinsson, Birgir Jónsson og Stefán Jakobsson voru beðnir um að taka upp eigin útgáfu af laginu fyrir forvarnarmynd sem verður sýnd í skólum landsins í haust.

Á Facebook-síðu sinni segir Bibbi að útsetningin hafi orðið til hratt og örugglega á einni kvöldstund og átakalaust. „Enda þekkjumst við allir vel. Og þetta var svona líka drullugaman,“ segir hann.

Það sem kannski stendur upp úr eftir þetta er hversu ógnarsterk smíð lagið er og sýnir glöggt að Guðmundur Jónsson og Stefán Hilmarsson eru ótrúlegt tónlistarteymi.

Bibbi viðurkennir að hafa látið ýmislegt falla um Sálina gegnum tíðina og ekki allt fallegt. „Enda tónlistin í eðli sínu ekki mitt kaffi eins og gengur,“ segir hann.

„En maður skyldi naglhalda kjafti. Þvílíkur ferill og þvílíkt stöff. Ég skora á ykkur öll hin að stofna band sem að endingu ræður við að spila þriggja tíma tónleika og eingöngu eigið efni þar sem heil þjóð getur sungið hvert einasta orð. Já, ég líka.“

Bibbi segist vera orðinn aðdáandi Sálarinnar og að eftir að hyggja þyki honum mikill heiður að hafa fengið að gera þetta. Hlustaðu á lagið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing