Auglýsing

Biden setti uppi Trump-derhúfu á fundi með slökkviliðsmönnum

Daginn eftir kappræður forsetaframbjóðendanna í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum, heimsótti Joe Biden forseti slökkviliðsmenn í ríkinu. Myndir og upptökur af forsetanum setja upp derhúfu með nafni Trumps hafa farið vítt um samfélagsmiðla og internetið. Á hattinum sem er rauður stendur Trump 2024.

Svo virðist sem einhver hafi skorað á hann að setja upp húfuna.

X reikningur stuðningsmanna Trump, „Trump War Room“, var fljótur að deila myndinni og skrifaði

„Takk fyrir stuðninginn, Joe!“

„Syfjaði Jói, velkominn um borð í Trump lestina!!!!“ skrifaði einn notandi og annar bætti við: „Loksins hoppaði hann um borð!“ Enn annar sagði Biden með húfuna það „snjallasta sem hann hafi gert á öllum sínum stjórnmálaferli. “

Menn rifjuðu einnig upp að í kappræðunum á þriðjudagskvöld hafi Trump sagst ætla gefa Harris MAGA húfu (Make America Great Again), sem er kjörorð Trumps og stuðningsmanna hans.

Biden teymið brást fljótt við og sagði að um hafi verið að ræða sjálfsprottið látbragð forsetans til að stuðla að „einingu flokkana“. Andrew Bates, aðstoðarblaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði að atvikið hefði átt sér stað í heimsókn Biden til Shanksville slökkviliðsstöðvarinnar eftir að forsetinn tók þátt í minningarathöfn 11. september.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing