Auglýsing

Biðu í langri röð eftir strigaskóm Kanye West

Verslunin Húrra Reykjavík hóf í morgun sölu á strigaskónum Yeezy Boost 350 V2 Core White. Skórnir eru hannaðir af Kanye West og njóta gríðarlegra vinsælda. Svo mikilla vinsælda að löng röð myndaðist fyrir utan verslunina í morgun.

Spennan var augljóslega mikil

Samstarf Kanye West og Adidas hófst árið 2013 og hefur vakið mikla athygli. Skórnir fást ávallt í mjög takmörkuðu upplagi og eru seldir í völdum verslunum víða um heim. Langar raðir hafa myndast fyrir utan verslanir víða og dæmi eru um að fólk safnist saman viku áður en sala hefst.

Eins og fram hefur komið á Nútímanum er Húrra Reykjavík á sérstökum lista Nike yfir verslanir sem fá að selja fágæta strigaskó frá fyrirtækinu og verslunin er einnig á svipuðum lista hjá Adidas.

Skórnir voru fljótlega uppseldir í kvenfataverslun Húrra

Verslunin opnaði klukkan níu í morgun og viðskiptavinum var hleypt inn í tíu manna hollum.

Og fjölmargar stærðir eru þegar uppseldar í strákadeildinni

Verslunin gat ekki svarað fyrir fram spurningum um hversu mörg pör voru í boði. „Ástæðan er ekki að okkur langi ekki til að svara þessum spurningum heldur erum við með skýr fyrirmæli frá Adidas Global um að ekki sé leyfilegt fyrir verslanir að láta þessar upplýsingar af hendi. Það eina sem við getum sagt er að það er nóg til,“ sagði í skilaboðum á Facebook-síðu Húrrra.

Skórnir kosta 29.900 krónur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing