Á öðrum tímanum eftir hádegi í dag var tilkynnt um bifreið sem hafði farið út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina.
Fjölmennt lið viðbragðsaðila var strax kallað á vettvang, en rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.