Kvikmyndaleikarinn Bill Murray mun koma fram á Listahátíð í Reykjavík í ár. Kappinn mun stíga á svið Hörpu dagana 14. og 15. júní ásamt þremur klassískum hljóðfæraleikaranum sem mynda óvenjulega blöndu af klassískri evrópskri tónlist, úrvals bandarískum bókmenntatextum og sönglögum.
Saga hópsins er nokkið áhugaverð en Murray kynntist þýska sellóleikaranum Jan Vogler í flugvél fyrir nokkrum árum og varð þeim vel til vina. Fljótt kviknaði hjá þeim sú hugmynd að gera eitthvað saman og til varð kvöldskemmtunin New Worlds. Auk Murray og Vogler koma fram fiðluleikarinn Mira Wang og píanóleikarinn Vanessa Perez.
Miðasala á viðburðinn fer fram á tix.is