Auglýsing

Birgitta segir Pírata hafa ýtt sér til hliðar af ótta við Sjálfstæðismenn

Píratar ákváðu fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar að Birgitta Jónsdóttir yrði ekki í heiðurssæti á framboðslista flokksins. Hún segist í viðtali við Vísi.is hafi verið hreinsuð út af ótta við að Sjálfstæðisflokknum tækist að hræða fólk með því að hún yrði ráðherra.

Birgitta kveðst stolt af því að hafa tekið þátt í að byggja upp Pírata á Íslandi en viðurkennir að hafa verið sár þegar hún heyrði þetta. „Ég var pínu sár þegar ég heyrði þetta. Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í að hafa búið til hreyfingu sem hefur starfað með svona mörgu ungu fólki sem fann farveg fyrir sjálft sig í stjórnmálum og hafa beitt sér á flottan hátt,“ segir Birgitta. 

Í viðtalinu sem lesa má í heild hér óskar hún Pírötum velfarnaðar í stjórnarmyndunarviðræðunum og segist ekki vera að skipta sér af því ferli. 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing