Auglýsing

Birgitta Jóns vill komast í snertingu við nördaræturnar í San Francisco

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, stefnir ekki á að bjóða sig fram í Alþingiskosningunum vorið 2017. Í staðinn vonast hún til að fara til San Francisco og komast í snertingu við nördaræturnar. Þetta kemur fram í viðtali við Birgittu á vefnum Cnet.

Birgitta hefur áður sagt að hún ætli ekki að bjóða sig fram á ný. Hún hefur þó sagt að hún áskilji sér rétt til að skipta um skoðun og að stuðningsmenn Pírata hafi haft samband við hana og þrýst á um að hún bjóði sig aftur fram.

Miðað við viðtal Cnet virðist hún vera búin að ákveða sig. Hún starfaði áður í vefiðnaðinum og virðist vilja endurnýja kynnin við bransann.

Árangur Pírata í skoðanakönnunum hefur vakið mikla athygli, hér heima og erlendis. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er flokkurinn sá stærsti á Íslandi með 32% fylgi — magnaður árangur hjá flokki sem náði rétt rúmlega 5% fylgi í kosningunum árið 2013.

Margir eru byrjaðir að velta fyrir sér hvernig framboðssveit Pírata eigi eftir að líta út en Jón Þór Ólafsson, einn af þremur þingmönnum flokksins, ætlar að hætta á þingi og hleypa varamanni að í vor.

Óvíst er hvað Helgi Hrafn gerir en Jón Þór hefur sagt í viðtali við mbl.is að Píratar vilji að hann bjóði sig fram á ný.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing