Auglýsing

Birta gróf skilaboð frá íslenskum „fávitum“ á Instagram: „nuna vilt þu ekki riða mer“

Raunveruleg skilaboð frá íslenskum fávitum er að finna á nýjum íslenskum Instagram-aðgangi. Fólk er hvatt til að senda inn skjáskot af áreiti sem er svo birt undir nafnleynd á síðunni.

Sólborg Guðbrandsdóttir, sem heldur utan um aðganginn ásamt Styrmi Barkarsyni, segir að aðgangurinn sé aðallega stofnaður til að vekja athygli á svona samskiptum. „Þar sem konur fá á sig „druslustimpil“, þær eru hlutgerðar og svo framvegis,“ segir hún í samtal við Nútímann.

Styrmir Barkarson, vinur minn, hafði samband við mig og bað mig um að taka þátt í þessu með honum. En hann býr úti í Svíþjóð og þar rakst hann á svona Instagram, nema þá með skilaboðum frá sænskum mönnum.

Hér má sjá dæmi um samskipti sem Sólborg og Styrmir birta

Sólborg viðurkennir að áreitni á borð við þá sem þau birta verði væntanlega ekki útrýmt í bráð en bætir við að þeim takist vonandi að vekja einhverja til vitundar. „Því miður eiga flestar stelpur einhver svona skilaboð til, þó svo að þær séu flestar búnar að blokka aðilann og losa sig við þetta,“ segir hún.

„Ég held til dæmis að við höfum ótrúlega margar lent í því að óumbeðnum typpamyndum sé þröngvað upp á okkur. Þetta þarf bara virkilega að breytast.“

„Þú þarna pornstar“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing