Biskupinn Charles H. Ellis III hefur beðist afsökunar á því að hafa snert söngkonuna Ariönu Grande á óviðeigandi hátt og gert grín að nafninu hennar í útför Arethu Franklin á föstudag. Þetta kemur fram á vef AP-fréttastofunnar. Sjáðu myndband frá útförinni hér fyrir neðan.
Ariana Grande kom fram í útförinni og flutti lagið (You Make Me Feel Like) A Natural Woman. Eftir flutninginn bauð biskupinn hana velkomna og athygli vakti hvernig hann hélt utan um hana en fingur hans snertu annað brjóst hennar. „Ég myndi aldrei snerta brjóst hennar viljandi … Ég veit ekki, ég tók utan um hana,“ sagði hann í viðtali á vef AP.
Kannski fór ég yfir strikið. Kannski var ég of vinalegur. Ég biðst afsökunar.
Biskupinn sagðist hafa faðmað alla sem komu fram í útförinni. „Ég faðma alla kvenkyns listamenn og karlkyns listamenn,“ sagði hann.
Hann baðst einnig afsökunar á því að hafa gert grín að nafninu hennar í athöfninni en þegar hún kom upp á svið sagðist hann hafa talið nafn hennar nýjan rétt á skyndibitastaðnum Taco Bell. „Ég biðst afsökunar. Þegar maður þarf að halda níu klukkustunda dagskrá á lofti hendir maður inn einum og einum brandara.“
I don’t care what you think about Ariana Grande, her music or her dress. This is wrong. That bishop’s hand should not be on her breast: I just saw this because I’ve been working and not watching https://t.co/ixVhgYBJTN
— Mona Eltahawy (@monaeltahawy) September 1, 2018