Auglýsing

Bitcoin slær öll met: Rauf 93.000 dollara múrinn með hjálp Trump

Virði rafmyntarinnar Bitcoin (BTC-USD) sló öll met á miðvikudag þegar það hækkaði yfir 93.400 dollara í framhaldi af mikilli hækkun á rafmyntamarkaði eftir kosningasigur Donalds Trump í síðustu viku. Stærsta rafmynt í heimi, sem hefur verið í forgrunni „Trump viðskipta“ sem hafa ýtt undir hreyfingar á mörgum eignaflokkum, hefur hækkað um meira en 30% síðan á kjördag.

Verð Bitcoin hefur meira en tvöfaldast á þessu ári sem er gríðarleg upphæð. 93.400 dollarar, sem ein Bitcoin-rafmynt kostar, jafngildir 13 milljónum króna.

Fjárfestar hafa flykkst í Bitcoin og aðrar stafrænar eignir í þeirri von að Trump muni standa við sín loforð um stuðning við rafmyntir í kosningabaráttunni. Nýkjörinn forseti hefur bent á möguleikann á að skipa forsetaráð um rafmyntir, reka Gary Gensler, formann verðbréfaeftirlitsins (SEC), og skapa „stefnumarkandi þjóðarbirgðir af Bitcoin“.

Aðrar rafmyntir nutu góðs

Aðrar rafmyntir hækkuðu einnig á miðvikudag, þar á meðal ethereum (ETH-USD), solana (SOL-USD) og jafnvel dogecoin (DOGE-USD). Dogecoin rauk upp í verði eftir að Trump sagði að Tesla (TSLA) forstjóri Elon Musk og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Vivek Ramaswamy myndu stjórna nýrri „Ríkisstofnun fyrir skilvirkni ríkisins,“ (e. Department of Government Efficince) eða DOGE, stytting fyrir dogecoin.

Hækkunin á Bitcoin virtist á miðvikudaginn vera meira einangruð við rafmyntir heldur en í fyrri viðskiptum. Hlutabréf tengd rafmyntum, eins og Coinbase (COIN) og Robinhood (HOOD), tóku ekki þátt í þessari miklu hækkun Bitcoin og virtust hvíla eftir nýlegar hækkanir, þar sem hlutabréf Coinbase lækkuðu um 2% og Robinhood stóð í stað.

Þó fjárfestar horfi mögulega á markmið um 100.000 dollara, halda sumir sérfræðingar á Wall Street áfram að vara við „spákaupmennsku“ í rafmyntum, sem erfitt er að verðmeta út frá hagnaði eða framtíðarféflæði eins og flest hlutabréf.

Gósentíð rafmynta í næsta leiti?

„Við teljum enn að rafmyntir séu frekar áhættusöm fjárfesting en strategísk viðbót við eignasöfn,“ sagði Solita Marcelli, yfirmaður eignaumsýslu í Bandaríkjunum hjá UBS Global Wealth Management, í minnispunkti á þriðjudag.

„Við erum efins um að rafmyntir geti náð verulegum áhrifum í raunheimum og skapað truflandi notkun, og þær geta verulega aukið sveiflur í eignasafni,“ bætti Marcelli við.

Fyrirtækið undirstrikaði að síðan 2014 hafi verið þrjú stór lækkunarskeið á Bitcoin, sem hver um sig nam meira en 70%, og að það hafi tekið að meðaltali þrjú ár að jafna sig eftir þau.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing