Myndir af Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á leik Íslands og Tékklands á dögunum vöktu mikla athygli. Umræður um kjör hjúkrunarfræðingasóðu yfir á Alþingi og voru þeir félagar gagnrýndir fyrir forgangsröðun, meðal annars af hjúkrunafræðingum í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Bjarni segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að sér finnist þessi umræða ómerkileg.
Ég sé ekki eftir að hafa farið að styðja strákana okkar. Það síðasta sem ég gerði áður en ég fór á völlinn var að flytja ræðu um þetta mál á þinginu. Ég mætti of seint á völlinn út af því.
Hann segist ekki hafa skyldur til að sitja yfir allri umræðunni og hlusta á hana til enda.
„Menn geta brugðið sér frá ef þannig ber við. Það var nú hálftómur þingsalur þegar ég var að flytja ræðu mína. Svo hitti ég stjórnarandstæðinga á vellinum,“ segir Bjarni í Fréttablaðinu.