Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skaut föstum skotum á Ólaf Ragnar Grímsson í gær eftir að sá síðarnefndi sagði óskiljanlegt að allir á Íslandi geti ekki haldið mannsæmandi jólahátíð og þurfi að reiða sig á matargjafir.
Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) December 22, 2015
Fjölmargir hafa svarað Bjarna á Twitter og margir láta Bjarna kenna á því.
11.
@Bjarni_Ben @gislimarteinn Kannski kæmi meira út úr því að stoppa menn sem fara í 4.300.000.000 kr gjaldþrot frá frekari viðskiptaævintýrum.
— Borko (@borkoborko) December 22, 2015
10.
@Bjarni_Ben kannski að þið standið við orðin ykkar 😉 eða gefið jólabónus ykkar til þeirra sem þurfa 😉 #glerhús 😉
— Gunnar Sigurjonsson (@gunnieli) December 22, 2015
9.
@Bjarni_Ben veit sá sem fékk stóra launahækkun og FEITAN jólabónus
— Þorgeir Arnórsson (@Iceviking28) December 22, 2015
8.
@Bjarni_Ben það væri eflaust góð byrjun, svo mætti örugglega dreifa af veisluborðum útgerðanna sem eru löngu brotnuð undan veisluföngunum
— Gísli Ólafsson (@GisliOlafs) December 22, 2015
7.
@Bjarni_Ben Laukrétt. Vandinn liggur hjá forsetanum. Hefurðu orðið fyrir höfuðhöggi nýlega?
— Dóra Hafsteinsdóttir (@Ofurtrunta) December 23, 2015
6.
@Bjarni_Ben Hvað með að þessi vonda ríkisstjórn segi hreinlega af sér og skammist sín, hvernig væri það.
— Sigurdur Gudmundson (@SiggiGunda) December 23, 2015
5.
@Bjarni_Ben Með því fyndnara sem ég hef séð í langan tíma, ríkur að skamma ríkan! Þú ert dúkka hina ríku og valdamiklu, allt fyrir aurinn!!!
— Robbi Bobbyperu (@Ace7913) December 23, 2015
4.
@Bjarni_Ben þar fyrir utan má skilja þig þannig að þér finnst ádeila ÓRG ekki eiga rétt á sér? Hvernig hefur eldra fólk og öryrkjar það?
— Gísli Sigurður (@GisliSigurdur) December 22, 2015
3.
@Bjarni_Ben Getum við þá ekki í leiðinni tekið þessa rándýru ráðherrabíla ykkar og gert einhvað annað við peninginn?
— AronGudmundsson (@ronnigudmunds) December 23, 2015
2.
@Bjarni_Ben talandi um forgangsröðun… Launahækkun þingmanna og -lækkun öryrkja og eldri borgara? Ríkur sækir ríkan heim 🙂
— Sonja Bjarnadóttir (@TheRavingRed) December 23, 2015
1.
@Bjarni_Ben þetta kallar maður að fara i manninn ekki boltann
— Jan Martin (@janm1086) December 23, 2015