Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lenti í skrautlegu atviki í sjónvarpsviðtali við fréttamann RÚV í gær. Bjarni gleypti flugu í miðju viðtali og átti í töluverðum vandræðum með það að ná henni út úr sér. Myndbandið er á vef RÚV og það má sjá það með því að smella hér.
Sjá einnig: Myndband: Fréttamaður RÚV í vandræðum með mýflugurnar við Mývatn
Bjarni reyndi að skyrpa flugunni útúr sér þegar hún flaug upp í hann og hélt áfram viðtalinu. Flugan reyndist Bjarna þó erfið og hann hafði ekki náð að losa sig við kvikindið. Það tókst þó í annarri tilraun og viðtalið gat haldið áfram.
RÚV birti þetta skondna atvik á vef sínum en þar segir að Bjarni hafi ekki gert athugasemd við birtingu myndbandsins.