Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skreytti afmælisköku fyrir þriggja ára dóttur sína um helgina. Þetta kemur fram á Mbl.is.
Lína Langsokkur var þema skreytingarinnar en dóttir Bjarna og Þóru Margrétar Baldvinsdóttir heitir einmitt Guðríður Lína. Þóra Margrét segir í samtali við Mbl.is að Bjarni hafi gert nokkrar mjög flottar kökur í gegnum tíðina — til dæmis Hello Kitty köku:
Bjarni, eins og svo margir aðrir auðvitað, á sér margar hliðar. Hann er mjög listrænn og sérstaklega flinkur að leira. Þannig að sykurmassinn hentaði. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem hann græjar afmælisköku fyrir börnin. En þessi var sú allra flottasta.
Kakan sem leyndist undir skreytingunni var hefðbundin súkkulaðikaka og var sykurmassi notaður til að skreyta.