Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti mynd af þessari köku á Facebook-síðu sinni rétt í þessu. Kökuna skreytti hann fyrir dóttur sína sem á fjögurra ára afmæi.
„Ég ákvað að reyna við Peppa Pig fyrir 4 ára afmæli Línu. Það þarf mikinn sykur og meira af þolinmæði,“ sagði Bjarni, sem er ekki óvanur kökuskreytingum.
Sjá einnig: Svona verður kaka ársins til
Þóra Margrét sagði í samtali við mbl.is af svipuðu tilefni í fyrra að Bjarni hafi gert nokkrar mjög flottar kökur í gegnum tíðina — til dæmis Hello Kitty köku.
Bjarni, eins og svo margir aðrir auðvitað, á sér margar hliðar. Hann er mjög listrænn og sérstaklega flinkur að leira. Þannig að sykurmassinn hentaði. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem hann græjar afmælisköku fyrir börnin. En þessi var sú allra flottasta.