Auglýsing

Bjarni Ben vildi taka upp evruna í miðju hruni – Allt fór í vaskinn þegar Samfylkingin sleit stjórnarsamstarfinu

Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Í þessu viðtali rifjar hann meðal annars upp þá tíma þegar Bjarni Benediktsson var ötull talsmaður upptöku evru á árunum 2008 og 2009. Bjarni var í raun helsti talsmaður Sjálfstæðismanna fyrir upptöku evru á þessum tíma.

Hann veltir upp þeim möguleika að ef Samfylking hefði ekki slitið stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í febrúar 2009 hefðu efnahagsmál á Íslandi að öllum líkindum þróast með talsvert öðrum hætti.

„Mér finnst ég vera í grundvallaratriðum með sömu skoðanir núna eins og til dæmis árið 2009, 2008, og þá voru mikilvægir aðilar innan Sjálfstæðisflokksins á sömu skoðun. Ég er enn með þessa skoðun,  með þær skoðanir, til dæmis að það eigi að vera betri gjaldmiðill á Íslandi heldur en krónan. Að það sé farsælt fyrir okkur að vera í svona hópi vestrænna ríkja,“

Hvenær var það aftur sem Bjarni Ben. skrifaði mikla grein í Morgunblaðið eða Fréttablaðið um upptöku evrunnar? Það var nú einhvern tímann!

„Þeir skrifuðu grein saman, Illugi og Bjarni. Mig minnir að það væri 2008 akkúrat og ég held við höfum verið að mörgu leyti samstilltir, ég var nú kannski svona ákveðnari í minni skoðun þá en ég sat á fundi einu sinni í Valhöll – það hefur verið í janúar 2009. Hann var að tala um evruna og þá var Bjarni Benediktsson talsmaður þeirra sjónarmiða.“

Gallharður talsmaður.

„Hann var að minnsta kosti talsmaður þeirra sjónarmiða og það var maður út í sal sem tók af sér skóinn og ætlaði fara henda í hann.

Já, það var eins og þeir gera í Írak.

„Já, það var einmitt á sama tíma og ég held það hafi eiginlega bara munaði sáralitlu Sjálfstæðisflokkurinn snerist þá á þá línu. Það voru ágætir menn sem voru vinna í þeim málum og hefðu viljað taka upp evru og það svo sem ekki gleyma því fyrir kosningarnar 2009, þá var Bjarni í frægri auglýsingu sem var svona; „Sannverðug leið til upptöku evru“ með mynd af honum og hann taldi þá að þetta væri skynsamleg stefna. Auðvitað geta menn breytt um skoðun. Það er alveg hugsanlegt að menn hafi breyt um skoðun í þessu atriði en ég hef ekki breytt um skoðun á þessu en auðvitað hef ég breytt um stefnu í ýmsum öðrum atriðum í gegnum tíðina.“

Þú vilt meina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið mjög nærri því að taka þá stefnu að…

„Ég held að það hefði getað orðið þannig og ég held að ef Samfylkingin hefði ekki hlaupið út úr ríkisstjórninni árið 2009, þá hefði verið haldinn landsfundur Sjálfstæðisflokksins og það hefði verið stefnt að því að halda áfram því stjórnarsamstarfi. En það hefði ekki verið hægt að gera það öðruvísi heldur en að fara þá inn í þessar aðildarviðræður.“

Já, hugsaðu út í það. Ef Samfylkingin, hefði ekki slitið sig úr stjórnarsamstarfinu þarna þá hefði að öllum líkindum viðbragð þessara stjórnarflokka orðið að halla sér upp að Evrópusambandinu og biðja um skjól þar og og tala um að það væri eina vitið í ljósi þessa mikla hruns bankakerfisins og krónunnar og allt það.

„Já. Ég held að það sé alveg mögulegt. Auðvitað af því þetta gerðist ekki þá er þetta hliðstæður veruleiki. En bara vegna þess að ég starfaði þá innan Sjálfstæðisflokksins, hitti margt af þessu fólki og ég hafði verið á landsfundum og ég veit að það voru margir mjög eindregnir andstæðingar þess innan flokksins.“

Hverjir voru það þá helst? Gömlu jálkarnir?

„Kannski þekktastur er fyrrverandi formaður flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins.“

Það var einmitt eftir að Bjarni og Illugi birta þessa grein og þetta svona gerist í flokknum þá er það Davíð sem slær einhvern veginn á puttann á mönnum og segir hingað og ekki lengra?

„Það var margt að gerast á þessum tíma. Fólk var mótmælandi úti á götum og eldur lagður að Alþingishúsinu og ráðist inn. Það var allur fjárinn í gangi þannig að það er ekki víst að þessi ríkisstjórn hefði getað haldið áfram þó hún hefði viljað það að þá segi ég að ég held að hlutirnir hefðu þróast á betri veg að mínu mati…“

Ekki missa af mjög opinskáu og áhugaverðu viðtali við einn af innanbúðarmönnum í Sjálfstæðisflokknum á þessum sögulega tíma í miðju efnahagshruni og einum stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Viðtalið má bæði hlusta og sjá í heild sinni á Brotkast.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing