Auglýsing

Bjarni gerir upp kosningabaráttuna: „Niðurstaðan varð enda allt önnur en sérfræðingarnir höfðu spáð“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir upp kosningabaráttuna í færslu á Facebook-síðu sinni í dag og skaut þar meðal annars á „sérfræðingana“ sem höfðu spáð niðurstöðum kosninga á allt annan veg.

„Það eru langir dagar að baki. Við hófum baráttuna í mótvindi fyrir fáeinum vikum. Við látum slíkt ekki á okkur fá og lögðum enn meira á okkur fyrir vikið,“ skrifar Bjarni og bætir við að framtíðin sé björt.

„Tveir vinstri flokkar féllu af þingi og Samfylkingin tapaði fylgi alla baráttuna. Uppskeran voru ekki þau tíðindi sem margir vilja halda fram fyrir þann flokk, sem haft hefur ellefu ár til að byggja sig upp í stjórnarandstöðu.“

„Það hefur verið sannur heiður að vinna með ykkur síðustu vikur. Sjá kraftinn í frábærum frambjóðendum okkar, nýju fólki í bland við reynslubolta í stjórnmálum. Ánægjulegt var að sjá kraftinn í unga fólkinu okkar, framtíðin er björt fyrir flokk sem á jafn glæsilegan hóp ungra sjálfstæðismanna og lét til sín taka að þessu sinni.“

Engin eftirspurn eftir vinstri stjórn

Þá segir Bjarni að stærstu fréttir þessara kosninga séu þær að eftirspurn eftir vinstri stjórn hafi ekki reynst fyrir hendi.

„Tveir vinstri flokkar féllu af þingi og Samfylkingin tapaði fylgi alla baráttuna. Uppskeran voru ekki þau tíðindi sem margir vilja halda fram fyrir þann flokk, sem haft hefur ellefu ár til að byggja sig upp í stjórnarandstöðu. Allan þann tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið ábyrgð á landsstjórninni.“

Þá segir Bjarni að hvernig sem úr spilast þá sé hann stoltur af árangri þeirra, oftar en ekki í skugga stórra áfalla.

„Heimsfaraldur, innrásarstríð í Úkraínu með fjölgun hælisleitenda um alla Evrópu að ógleymdum hamförunum í Grindavík. Þrátt fyrir áskoranir höfum við staðið sterk og horfum fram á mikil tækifæri til lífskjarasóknar fyrir landsmenn alla. Næstu dagar fara í að leggja línurnar í samstarfi við þingflokkinn og annað nánasta samstarfsfólk. Ég hlakka til að hitta ykkur aftur fyrr en síðar.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing