Bjarni Benediktsson, starfandi matvælaráðherra, hefur gefið út leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. RÚV greinir frá þessu og bendir á tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Leyfin eru veitt til veiða á langreyðum og til veiða á hrefnum en um er að ræða tvö fyrirtæki sem skipta þessu á milli sín. Það eru fyrirtækin Hvalur hf. sem fær leyfi til veiða á langreyðum og Tjaldtangi ehf sem fær leyfi til hrefnuveiða.
„Hvorki hrefnur né langreyðar hafa verið veiddar á þessu ári. Í fyrra voru veiddar 24 langreyðar og árið 2022 voru veiddar 148 langreyðar,“ segir í frétt RÚV.
Þá kemur einnig fram að Hvalur hf. hafi í síðasta mánuði sent umsókn til matvælaráðuneytisins um ótímabundið leyfi til hvalveiða og að það sé síður en svo í fyrsta sinn sem ráðherrar í starfstjórn taka ákvörðun um hvalveiðar.
Á það er bent að Einar K. Guðfinnsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi leyft hvalveiðar á nýjan leik degi eftir að ríkisstjórn Samfylikingar og Sjálfstæðisflokks sprakk í janúar 20089. Þá stækkaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, friðunarsvæði hvala á Faxaflóa í nóvember 2017, skömmu áður en hún lét af embætti.