Auglýsing

Bjarni og Óttarr ræddu saman í síma: „Vorum aðeins að reyna að meta hvernig landslagið er“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, ræddu saman í síma í gær um mögulega myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði mjög nauman meirihluta, eða 32 þingmenn.

„Við vor­um aðeins að reyna að meta hvernig lands­lagið er,“ seg­ir Ótt­arr í samtali við mbl.is um símtalið. 

Rætt var við Björt Ólafsdóttur, þingmann Bjartrar framtíðar, í Fréttablaðinu í dag. Hún segir að ekki sé um marga kosti að ræða í stöðunni.

„Við höfum áður sagt að við útilokum ekkert þó mikið þurfi að ganga á til að við göngum til samstarfs með Framsóknarflokki,“ segir Björt. Hún segir að lítið beri á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi hvorki játa því né neita hvort hann hafi átt samtal við Bjarna í gær, í samtali við Fréttablaðið.

Formenn allra þeirra flokka sem náðu kjöri til Alþingis um helgina munu mæta til fundar við forseta Íslands í dag.

Bjarni mætti fyrstur klukkan tíu og svo ganga þau koll af kolli á fund forseta, í stærðarröð flokkanna.

Bjarni og Benedikt hafa báðist lýst yfir vilja til að fara með stjórnarmyndunarumboðið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing