Auglýsing

Bjarni segir blasa við að hann fái stjórnarmyndunarumboð, Benedikt segir það ekki sjálfgefið

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það blasi við eftir niðurstöður kosninganna að Sjálfstæðisflokkurinn fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir ekkert sjálfgefið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái stjórnarmyndunarumboðið þótt hann sé stærsti flokkurinn.

Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. 

Bjarni segir að jafnvel þó að það blasi við að Sjálfstæðisflokkurinn fái umboð þýði það ekki að það verði auðvelt að mynda stjórn.

Það þarf að minnsta kosti þrjá flokka til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Bjarni segist treysta sér til að fara fyrir slíku starfi. Hann ætli að skoða alla kosti sem eru á borðinu, hann hafi ekki útilokað neitt en sagt að flokkurinn eigi síst samleið með Pírötum.

Benedikt segir raunhæft að Viðreisn leiði myndun næstu ríkisstjórnar. Viðreisn sé sá flokkur sem hafi unnið mest á og úrslitin í þingkosningunum séu ákall um breytingar og breiðari stjórn og eðlilegast væri að nálgast það frá miðjunni, segir í frétt RÚV. 

Hér má lesa um stjórnarmyndunarumboð forseta Íslands

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing