Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var í beinni útsendingu á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC í morgun. Bjarni fór meðal annars yfir ástand efnahagsmála á Íslandi og lýsti hvernig gjaldeyrishöftin eru eitt stærsta viðfangsefni íslenskra stjórnvalda.
Þá var hann spurður út í Evrópusambandið og hvort aðild væri takmarkið. Bjarni svaraði að Ísland vildi ekki staðna og bætti við að landið væri þegar að njóta góðs af því sem aðild hefur í för með sér.
Spurður hvort Bretland ætti að fara svipaða leið sagði hann að það væri ekki sitt hlutverk að gefa svör um aðild Breta að ESB. David Cameron forsætisráðherra hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið ef Íhaldsflokkurinn fær meirihluta árið 2017.
Horfðu á Bjarna á CNBC:
Og meira: