Þjóðhátíðarlagið í ár heitir Eyjarós og er samið og flutt af einum ástsælasta tónlistarmanni þjóðarinnar, Bjartmari Guðlaugssyni. Lagið er tileinkað öllum þeim sem hafa fundið ástina á Þjóðhátíð í Eyjum.
Það eru liðin þrjátíu ár frá því að Bjartmar samdi síðast Þjóðhátíðarlag en það var lagið Í Brekkunni sem hann samdi með Jói Ólafssyni. Eyjarós verður frumflutt í byrjun júní á öllum helstu útvarpsstöðvum og því nógur tími fyrir þjóðhátíðargesti til þess að læra textann fyrir Þjóðhátíð í ágúst.
Dagskrá Þjóðhátíðar 2019 inniheldur listamenn á borð við Herra Hnetusmjör, Huginn, GDRN, Flóna, ClubDub, Friðrik Dór, JóiPéxKróli, SZK, Lukku Láka, GRL PWR og Á Móti Sól.