Twitter-notandinn Einar Þórmundssonar hefur heldur betur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að hann birti fótboltalið úr „góða og vonda“ fólkinu í íslensku samfélagi. Sjáðu liðin hér að neðan.
Meðal þeirra sem skipa lið „vonda fólksins“ eru Hannes Hólmsteinn, Jordan Peterson, Theodór Elmar Bjarnason og Biggi lögga. Þjálfari liðsins er Ólafur Þórðarson.
Í liði „góða fólksins“ má sjá Loga Pedro, Þorstein V Einarsson og Hildi Lilliendahl. Þjálfari liðsins er Freyja Haraldsdóttir.
Skemmtilegt!
Hér sameina ég áhuga minn á góða og vonda fólkinu og knattspyrnu.
Flautað er til leiks… Heiða Björg sakar vonda fólkið um kvenfyrirlitningu og kemur GF yfir = 1-0 fyrir GF. Pétur Gunnlaugs svarar því með: Má ekkert? og minnir á tjáningafrelsið = jafnar metinn 1-1. pic.twitter.com/hgLEWtN3cZ— Einar Þórmundsson (@Einsith) December 4, 2018