Auglýsing

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í mat á aðfangadagskvöld: „Ætlun okkar er að bjóða upp á fallega hátíðarstund“

Tómas Hilmar Ragnarz og Bergleif Joensen, eigendur veitingastaðarins Orange Café EspressoBar í Ármúla, hafa ákveðið að bjóða þeim sem eru einir um jólin í mat aðfangadagskvöld. Þeir greina frá þessu á Facebook í dag.

Orange Café EspressoBar í Ármúla 4 ætlar að bjóða meðan húsrúm leyfir uppá 3 rétta hátíðarkvöldverð og jólagjafir fyrir þá sem verða ekki með fjölskyldum sínum á aðfangadagskvöld. Staðurinn opnar klukkan 17:00 og borðhald hefst klukkan 18:00. Ætlun okkar er að bjóða upp á fallega hátíðarstund,“ segir í færslu sem veitingastaðurinn birti á Facebook.

Vel gert!

Orange Café EspressoBar í Ármúla 4 ætlar að bjóða meðan húsrúm leyfir uppá 3 rétta hátíðarkvöldverð og jólagjafir fyrir…

Posted by Orangeespressobar on Miðvikudagur, 12. desember 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing