Björgunarsveitir á Snæfellsnesi voru kallaðar út í morgun þar sem talið var að sést hefði til neyðarblyss norður af Rifi kl. 7.30.
Landsbjörg sendi björgunarskip sitt á vettvang og gekk björgunarfólk fjöruna á milli Rif og Hellissands.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bað áhafnir á skipum og bátum í nágrenninu að svipast um á svæðinu. Þá var TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, send á vettvang.
Leit björgunarsveita og Landshelgisgæslunnar hefur verið afturkölluð þar sem ekki er lengur talið að um neyðarblys hafi verið að ræða, heldur stjörnuhrap eða loftstein.