Björn Bragi Arnarsson tilkynnti í gær að hann hyggðist snúa aftur á svið í haust. Uppistandið Björn Bragi Djöfulsson verður frumsýnt föstudaginn 13. september í Gamla bíói. Björn Bragi þakkar Leoncie fyrir heitið á sýningunni en hún kallaði hann þessu nafni í kommentakerfi DV á sínum tíma.
Björn Bragi hefur látið lítið fyrir sér fara eftir að myndband af honum að káfa á 17 ára stelpu komst í fréttirnar hér á landi. Hann ákvað þó að nú væri tími til að koma sér í sviðsljósið á nýjan leik en margir eru á því að það sé galin hugmynd.
Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni á Twitter:
Getur fólk plís bara boycottað þetta uppistand hjá Birni Braga? Það yrði verðskulduð blaut tuska í andlitið á honum.
— KLÖTS (@___clutch____) August 22, 2019
Ég á tvær litlar dætur, ég vil ekki að þær alist upp í þjóðfélagi þar sem það telst eðlilegt og samþykkt að skemmtikraftar á fertugsaldri eru að káfa á og reyna við ungar stelpur. Hættið að kóa með þessum mönnum! Þetta er ekki eðlileg hegðun.
— gudny thorarensen (@gudnylt) August 22, 2019
mmm still relevant https://t.co/yH5a43ZblV
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) August 22, 2019
Ég hef oft velt því fyrir mér að flytja úr landi. Til dæmis þegar ég átta mig á þeirri sjúku meðvirkni sem grasserar í íslensku samfélagi sem gerir karlmönnum kleift að komast upp með hvað sem er og það mun alltaf vera nóg af fólki að klappa okkar bestu drengjum á bakið.
— Olga Cilia (@olgacilia) August 22, 2019
Ahhaahahhahahhahahahhaha pic.twitter.com/8bQXgdCyxL
— Lóa (@lillanlifestyle) August 21, 2019
Björn Bragi,*situr á stól í hettupeysu, hvíslandi Aziz Ansari style:
ég er bara mjög þakklátur fyrir alla sem að komu hingað í kvöld og standa með mér.
Þetta var erfiður tími. Mjög erfitt fyrir mig og ég horfi allt öðrum augum á date sem að ég hef farið á og hverjum ég get trey— ? Donna ? (@naglalakk) August 22, 2019
Við íslendingar eigum allavega þrjá grínista sem eru ekki fullkomin ógeð pls gefið þeim athygli í staðinn
— Bríet Blær Jóhannsdóttir (@thvengur) August 22, 2019
er bara allt í góðu að fullorðinn maður sem nuddaði klofið á barni og náðist myndband sé aftur accepted sem ehv ögrandi insult comic og virt listafólk sé að peppa hann? hvaða súrrealíska níðingssamfélagi er ég frá?
— María Hjarðar (@mariahjardar) August 22, 2019
"Haha munið þegar ég káfaði á ungri stelpu á subway, djöss flipp haha gemmér pening" pic.twitter.com/5Cytu39fdO
— Marbendill (@TrandurJ) August 21, 2019
Mér skilst að fólk vilji nýtt uppistand.
Ég og @SVigfusson ætlum þá að halda uppistand í Tjarnarbíó í lok September.— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) August 22, 2019