Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson birti í gær færslu á Twitter og Facebook sem sýnir hvernig veðurguðirnir eru að fara með okkur Íslendinga. Færslan hefur vakið mikla athygli en hana má sjá hér að neðan.
Sjá einnig: Björn Bragi útskýrir tilfinningar Íslendinga gagnvart góðu veðri fullkomlega: „Sóóóól!!!“
„Ef þið lítið á Evrópukortið þá sjáið þið að Guð hefur yfirgefið okkur,“ skrifar Björn með myndinni sem sýnir hitatölur frá meginlandi Evrópu. Björn virðist hafa nokkuð til síns máls en hvít jörð blasti við mörgum í morgun.
Þá hefur Vegagerðin varað við snjókomu og krapa fram undir miðnætti, meðal annars í Bröttubrekku, á Holtavörðuheiði, í Vatnsskarði og á Öxnadalsheiði.
„Ef þið lítið á Evrópukortið þá sjáið þið að Guð hefur yfirgefið okkur…“
Posted by Björn Bragi on Sunnudagur, 20. maí 2018