Auglýsing

Björn Ingi hættir í kjölfar kaupa Frjálsrar fjölmiðlunar á Pressunni og ætlar að taka sér frí

Björn Ingi Hrafnsson, sem hefur verið útgefandi DV, Pressunnar og tengdra fjölmiðla, hættir í kjölfarið á sölu fyrirtækisins til Frjálsar fjölmiðlunnar og hverfur til annarra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birni.

Flestir fjölmiðlar Pressunar voru seldir til Frjálsrar fjölmiðlunar í vikunni en félagið er í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Hluti kaupverðsins var notað til að greiða upp vangreidd opinber gjöld en athygli vakti að stærsti eigandi Pressunar vissi ekki um kaupin fyrr en þau voru frágengin.

Björn Ingi segist í tilkynningu ætla að taka sér frí. „Ég þarf á því að halda. Það er mikil ábyrgð að stýra stóru fjölmiðlafyrirtæki og ég er ákaflega þakklátur frábæru starfsfólki samstæðunnar fyrir framúrskarandi störf við erfiðar aðstæður,“ segir hann.

Það tekur á að heyja varnarbaráttu og ég held að framundan séu mikil sóknarfæri. Við njótum þess að vera í stórsókn í lestri með helgarblað DV, auk þess sem vefmiðlarnir okkar eru gríðarlega mikið lesnir.“

Björn Ingi segist vera gríðarlega stoltur af þessum viðskiptum. „Ég finn fyrir miklum létti,“ segir hann.

„Með þessari sölu tekst að greiða niður skuldir, að tryggja rekstur mikilvægra fjölmiðla í okkar samfélagi og tryggja hagsmuni kröfuhafa. Það höfum við gert og ég hygg að umfang þessara viðskipta komi ýmsum á óvart í ljósi þess að ýmsir hafa reynt að tala virði þessara fjölmiðla niður á opinberum vettvangi.“

Í tilkynningunni kemur fram að kaupverðið  sé vel á sjötta hundrað milljónir króna og er greitt með reiðufé og yfirtöku skulda. Frjáls fjölmiðlun tekur yfir útgáfu DV, dv.is, Pressunnar, Eyjunnar, Bleikt, Birtu, doktor.is og 433.is auk sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing