Athafnamaðurinn Björn Steinbekk hefur verið kærður til lögreglu vegna meintra fjársvika vegna sölu miða sem ekki bárust kaupanda – á leik Íslands og Frakklands á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í sumar. Kæra vegna málsins var lögð fram 2. september síðastliðinn.
Þetta kemur fram á ruv.is en þar segir einnig að Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta staðfest að kæra hafa borist þar sem ekki sé venja að upplýsa slíkt á þessu stigi málsins.
Sjá einnig: Björn Steinbekk segist hafa endurgreitt um 10 milljónir: „Egóið spilaði inn í, þú reddar þessu“
Björn sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í gær að hann væri búinn að endurgreiða um 10 milljónir króna vegna miðasölunnar sem fór út um þúfur. Hann sagðist hafa lagt áherslu á endurgreiða einstaklingum. Þess má geta að sá sem nú hefur kært Björn til lögreglu segist hafa keypt miða af honum milliliðalaust, segir í frétt RÚV.