Auglýsing

Björn Steinbekk komst við þegar hann opnaði sig um síðasta ár í beinni útsendingu á Rás 2

Björn Steinbekk byrjar alla fundi í dag á því að kynna sig með þeim orðum að það sé aðeins einn Björn Steinbekk sem býr á Íslandi. Ár er síðan hann var lagður inn á geðdeild í kjölfarið á mistökum sem hann gerði við sölu á miðum á leiki á EM í fótbolta í Frakklandi en þar segist hann hafa „skipulagt brotthvarfið“. Þetta kom fram í viðtali við Björn á Rás 2 um helgina.

Björn seldi fjölmörgum Íslendingum miða á leiki á EM í fótbolta í fyrra. Margir sem keyptu miða á leik Íslands gegn Frakklandi fengu miðana afhenta eftir að leikurinn hófst eða alls ekki. Felstir hafa fengið endurgreitt að sögn Björns á meðan aðrir hafa farið með sín mál fyrir dómstóla þar sem hann var sýknaður í mars.

Í viðtalinu á Rás 2 sagðist Björn hafa tekið síðasta ár í að byggja sig upp. „Ég er búinn að vera að eiga við mjög erfið mál, það er bara þannig. Ég byrja alla fundi á því að segja: Ég ætla að taka það skýrt fram að ég heiti Björn Steinbekk og það er bara einn Björn Steinbekk sem býr á þessu landi,“ sagði hann á Rás 2.

Fólki finnst það voðalega þægilegt því þegar þú ert þriðji Gúgglaðasti maður á þessu landi þá kemstu ekki hjá því.

Björn komst við þegar hann ræddi málið í beinni útsendingu. „Það er ekki nema ár síðan ég var kominn inn á geðdeild að skipuleggja brotthvarfið,“ sagði hann.

„Ég er bara búinn að taka ár í það að byggja mig upp — er hálfklökkur. Ég er búinn að draga mig rosalega vel út úr umhverfi sem er svona truflandi. Ég er búinn að finna frið einhvers staðar, sættast við mig og menn.

Það er skrýtið þegar maður fer í gegnum svona áfall eins og ég; þegar maður bregst stórum hópi af fólki og þú kemst ekki frá því. Þá fer maður og finnur eitthvað nýtt. Ég sakna þess soldið að skemmta fólki eins og ég var að gera. En ég er að gera það á annan hátt,“ sagði Björn, sem er kominn út í ferðaþjónustu í dag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing