Auglýsing

Bjórsala eykst í fyrsta skipti frá hruni

Sala á bjór hjá ÁTVR hefur aukist í ár í fyrsta skipti frá hruni, samkvæmt heimildum Nútímans. Aukningin er umtalsverð.

Eins og Nútíminn greindi frá í gær hefur Vífilfell selt 42.000 lítra af Sumaröli og er hann uppseldur. Þá hafa selst sex þúsund lítrar af Einstök sumarbjór sem nefnist Arctic Berry Ale og alls 58 þúsund lítrar ef útflutningur er tekinn með í reikninginn.

„Fólk virtist vera að leita að léttum og ferskum bjór til að drekka með grillmat og öðru slíku,“ sagði Hreiðar Þór Jónsson, vörustjóri áfengis hjá Vífilfelli, um þessa miklu sölu á Sumaröli.

Hjá Ölgerðinni hafa menn sömu sögu að segja. „Við erum búnir að selja yfir 50.000 lítra af sumarbjór og hann er löngu uppseldur hjá okkur, þrátt fyrir að við höfum ekki hafið sölu fyrr en í júní — en tímabilið byrjar í maí,“ segir Óli Rúnar Jónsson, vörumerkja – og útflutningsstjóri hjá Ölgerðinni.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing