Auglýsing

Björt biðst afsökunar á kjólamálinu: „Ég sýndi dómgreindarleysi“

Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur beðist afsökunar á kjólamálinu, sem hefur vakið talsverða athygli í dag. Mynd af Björt var birt á Instagram-aðgangi breska tískumerkisins Galvan London en í kjölfarið var hún gagnrýnd fyrir að taka þátt í auglýsa merkið í þingsal Alþingis. Listrænn stjórnandi merkisins er Sólveig Káradóttir, vinkona Bjartar.

Sjá einnig: Björt Ólafsdóttir svarar gagnrýni á tískumynd í Alþingissalnum: „Obbosí. Næst verð ég með bindi“

Í færslu á Facebook viðurkennir Björt að hafa sýnt dómgreindarleysi. „Stóra kjólamálið er orðið dálítið mikið um sig,“ segir hún.

Ég viðurkenni það fúslega að mín fyrstu viðbrögð við því voru einmitt það — mjög viðbragðs og tilfinningatengd. Það getur pirrað ráðherra eins og hvern annan að undirtónn um klæðaburð sé alltumlykjandi.

Hún segir að það skipti ekki höfuðmáli. „Ég sýndi dómgreindarleysi með því að flögra um þingsalinn stolt af þeirri hönnun sem ég stóð í og stolt yfir að vera kona í því hlutverki sem ég er og að leyfa mér að upphefja kvenleikann inni í þingsal sem svo ljósmyndari festi á filmu,“ segir hún.

„Þau skilaboð eru fólki greinilega ekki efst í huga og þessi uppsettning því vanhugsuð því hún tengir við einkafyrirtæki. Ég biðst innilegrar afsökunar á því að hafa misboðið fólki með því. Síst af öllu vildi ég það. En ég held áfram að læra.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing